Erlent

Norska lögreglan ræðst gegn skipulögðum glæpum

Ný deild norsku lögreglunnar sem staðsett verður í Østfold hefur verið sett til höfuðs skipulagðri glæpastarfsemi þar í landi.

Um er að ræða fjölmenna rannsóknar- og greiningardeild með tengsl við öll lögreglulið landsins. Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg í Noregi og telur prófessor við þarlendan viðskiptaháskóla að velta henni tengd nemi nú sem svarar rúmlega eitt hundrað milljörðum króna á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×