Erlent

Stolnir tölvupóstar Palin birtir á netinu

Mynd/AP

Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvupósthólf Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda repúblikanaflokksins, og hafa tölvupóstar sem hún hefur sent og fengið í kjölfarið verið birtir á netinu.

Skjámyndir af tölvupóstunum eru meðal annars birtar á fréttasíðunni gawker.com

Rick Davis, kosningastjóri John McCain, gagnrýndi tölvuþrjótana og þá netmiðla sem birt hafa tölvupóstana harðlega í yfirlýsingu í dag. Davis sagði þetta alvarlegt brot á friðhelgi einkalífs Palin og að málið yrði kært til lögreglu.

Pósthólfið sem brotist var inn á var vistað af Yahoo en því var eytt skömmu eftir að upp komst um innbrotið. Palin hefur áður verið gagnrýnd fyrir að nota Yahoo pósthólf og komast þannig hjá upplýsingaskyldu sem hvílir á ríkisstjórum í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×