Viðskipti erlent

Kastrup-flugvöllur tapar milljarði kr. á Sterling

Kastrupflugvöllur mun tapa rúmlega milljarði kr., eða rúmlega 50 milljónum danskra kr. á gjaldþroti Sterling flugfélagsins. Sterling var næststærsti viðskiptavinur Kastrup áður en félagið varð gjaldþrota.

Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar í Kaupmannahöfn segir Kastrup að gjaldþrot Sterling muni leiða til þess að umferð farþega um Kastrup muni minnka um 0,5-1% í ár og að tap flugvallarins af þessum sökum sé á bilinu 50 til 60 milljónir danskra kr..

Tapið verður þó minna en áhorfðist þar sem samkeppnisaðilar Sterling hafi verið snöggir til og sett upp nýjar áætlanir á fyrrum leiðum Sterling.

Reiknað er með að um 80% af leiðum Sterling til og frá Kastrup verði orðnar virkar aftur í upphafi næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×