IMF frestar Íslandsláni um óákveðinn tíma án útskýringar 12. nóvember 2008 08:35 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað afgreiðslu á 2,1 milljarða dollara láni til Íslands um óákveðinn tíma en útskýrir ekki afhverju. Þetta kemur fram í The Financial Times (FT) í dag. FT hefur eftir Paul Rawkins eins af forstjórum Fitch Ratings að Ísland hangi nú í lausu lofti. "Landið þarf augljóslega á nýju regluverki um peninga- og gjaldeyrismál að halda en það þarf IMF til þessa," segir Rawkins. Fram kemur í frétt FT að staðfesting IMF á láninu til Íslands sé bráðnauðsynleg þar sem að Norðurlöndin hafa sagt að þau komi ekki Íslandi til aðstoðar með lán fyrr en IMF hafi afgreitt sitt lán. Frestun IMF kemur á sama tíma og ljóst er að íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá vilyrði fyrir þeirri upphæð sem þau telja sig þurfa. "Okkur vantar enn 500 milljón dollara," er haft eftir fulltrúa íslensku stjórnarinnar í FT. Sem fyrr segir fást engar skýringar á töf IMF í málinu. FT nefnir þær hugleiðingar íslenskra ráðamanna að bæði Bretar og Hollendingar séu andsnúnir láninu fyrr en gengið hafi verið frá Icesave-klúðrinu. Hinsvegar bendir FT á að Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi sagt í gær að hann væri meðmæltur láni IMF til Íslands. Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands segir aftur á móti að samband sé á milli tregðu IMF að staðfesta lánið og deilunnar um Icesave. "Sem betur fer eigum við bandamenn á borð við Þjóðverja og Breta sem eiga við sama vandamál að etja gagnvart Íslandi," sagði Bos í viðtali í hollenska sjónvarpinu. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað afgreiðslu á 2,1 milljarða dollara láni til Íslands um óákveðinn tíma en útskýrir ekki afhverju. Þetta kemur fram í The Financial Times (FT) í dag. FT hefur eftir Paul Rawkins eins af forstjórum Fitch Ratings að Ísland hangi nú í lausu lofti. "Landið þarf augljóslega á nýju regluverki um peninga- og gjaldeyrismál að halda en það þarf IMF til þessa," segir Rawkins. Fram kemur í frétt FT að staðfesting IMF á láninu til Íslands sé bráðnauðsynleg þar sem að Norðurlöndin hafa sagt að þau komi ekki Íslandi til aðstoðar með lán fyrr en IMF hafi afgreitt sitt lán. Frestun IMF kemur á sama tíma og ljóst er að íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá vilyrði fyrir þeirri upphæð sem þau telja sig þurfa. "Okkur vantar enn 500 milljón dollara," er haft eftir fulltrúa íslensku stjórnarinnar í FT. Sem fyrr segir fást engar skýringar á töf IMF í málinu. FT nefnir þær hugleiðingar íslenskra ráðamanna að bæði Bretar og Hollendingar séu andsnúnir láninu fyrr en gengið hafi verið frá Icesave-klúðrinu. Hinsvegar bendir FT á að Gordon Brown forsætisráðherra Breta hafi sagt í gær að hann væri meðmæltur láni IMF til Íslands. Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands segir aftur á móti að samband sé á milli tregðu IMF að staðfesta lánið og deilunnar um Icesave. "Sem betur fer eigum við bandamenn á borð við Þjóðverja og Breta sem eiga við sama vandamál að etja gagnvart Íslandi," sagði Bos í viðtali í hollenska sjónvarpinu.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira