Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu og víðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun í kjölfar lækkana nánast um allan heim en bréf hrundu í verði í London, París, Frankfurt og Wall Street.

Í Bandaríkjunum voru það bílaframleiðendur sem urðu verst úti en í Japan nam lækkun Nikkei-vísitölunnar um þremur prósentustigum auk þess sem bréf lækkuðu í Kóreu og Singapore. Verð á olíutunnu hefur ekki verið lægra í 19 mánuði en í gær en þá fór það niður fyrir 60 dollara sem greiningaraðilar kalla sálfræðimörkin. Hefur olíuverð þá lækkað um 60 prósent síðan í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×