Handbolti

Minden steinlá gegn Wetzlar

Gylfi Gylfason komst ekki á blað hjá Minden í kvöld
Gylfi Gylfason komst ekki á blað hjá Minden í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingaliðið Minden fékk harðan skell gegn Wetzlar á útivelli 31-18 eftir að hafa verið undir 18-9 í hálfleik.

Ingimundur Ingimundarson og Gylfi Gylfason komust ekki á blað í markaskorun hjá Minden í kvöld, en Andreas Simon var þeirra markahæstur með aðeins fjögur mörk.

Michel Volker skoraði níu mörk fyrir heimamenn og Sven-Sören Christophersen sjö.

Wetzlar komst upp af fallsvæðinu með fyrsta sigri sínum í deildinni og hefur nú hlotið þrjú stig í átta leikjum, en Minden er ekki í mikið betri málum með fjögur stig úr sjö leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×