Stórtíðindi í vændum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 27. september 2008 07:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun