Mikil spenna er á Northern Trust Open mótinu en Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hélt naumlega forystu sinni eftir þriðja hring.
Mickelson lék hringinn á 70 höggum og er hann með eins höggs forystu. Hann er á 11 höggum undir pari en Jeff Quinney lék þriðja hringinn á 67 höggum og er á 10 undir. Quinney fór holu í höggi á sjöttu holu Rivera Country Club vellinum.
Næstur á eftir þeim Mickelson og Quinney kemur John Rollins á sex höggum undir pari.