Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu eftir stýrivaxtalækkun vestra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í gær en vextirnir eru nú núll til 0,25 prósent og hafa ekki verið lægri síðan 1954 eða í rúmlega hálfa öld.

Segist stjórn bankans munu gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda uppi hagvexti í landinu og hafa stjórn á verðlagi. Bréf kínverska stálframleiðandans Angang hækkuðu um rúm átta prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×