Erlent

Gustav nálgast Kúbu óðfluga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fellibylurinn Gustav nálgast nú vestasta odda Kúbu með tæplega 20 kílómetra hraða á klukkustund en vindhraði bylsins mælist allt að 155 kílómetrar.

Allar líkur eru taldar á að Gustav skelli á New Orleans sem varð illa úti í fellibylnum Katrínu fyrir þremur árum og hafa yfirvöld þar beðið íbúana að vera viðbúnir skyndilegum brottflutningi verði skipun gefin um það. Ekki er unnt að spá fyrir um hvar Gustav kemur að strönd Bandaríkjanna og hefur svæði frá Galveston í Texas til Mobile í Alabama verið lýst hættusvæði. Rúmlega 1.800 manns létust þegar Katrín geisaði í Louisiana-ríki í ágústlok 2005.

CNN greindi frá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×