Hvar er nú „Fagra Ísland“? 28. mars 2008 03:30 Það er stríð í landinu; stríð um meðferð og nýtingu náttúru landsins. Fagra Ísland var yfirskrift umhverfis- og auðlindastefnu Samfylkingar í síðustu kosningum. Hvar er það nú - allt gleymt og grafið? Það er arfavont, álíka vont og að vita hina 93 ára gömlu valkyrju, Jóhönnu, vinkonu mína í Haga, búa við það óöryggi og ótta sem ríkir á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun er nú með áætlanir um að koma fyrir himinháum uppistöðulónum með viðeigandi tækjum og tólum niðri í sveitinni til að mjólka meira fé úr Þjórsánni. Reynt er að réttlæta gjörðina með því að allt sé það í þágu góðra málefna eins og netþjónabús á Suðurnesjum. Yfirvarp þetta breytir auðvitað engu um hug fólks til þess að aðliggjandi sveitum verði rústað, það undirstrikar einungis loddaraskap ráðamanna Landsvirkjunar, sem ætla sér að færa allt „virkjanagumsið" niður í byggð, án tilskilinna leyfa. Þeir fara með landið eins og þeir eigi það. Sumir kikna undan stöðugum þrýstingi, ögrunum, ósannindum og viðvarandi ógnunum af hálfu útsendara Landsvirkjunar, en hjá Landsvirkjun virðist fara fyrir sjálfskipaður hópur eins konar lénsherra sem höndlar með ár og vötn sem sína einkaeign í stöðugri leit að meira gulli. Það er voðaleg tilhugsun að Landsvirkjun víli ekki fyrir sér að færa óskapnaðinn sem fylgir virkjunum niður á tún og engi sveita í byggð. Uppistöðulónin eiga að verða himinhá steypuker (á hæð við Hallgrímskirkjuturn) sem rísa munu við túnfætur helstu býla. Svo er ósvífnin mikil að því er haldið fram í ritum Landsvirkjunar að lónin verði að mestu í ánni og því litlu af landi fórnað. Sennilegt. Til að bíta höfuðið af skömminni er því svo haldið fram að unnt verði að ríða með fjóra til reiðar meðfram óskapnaðinum! Er þetta ekki hámark ribbaldaháttar landsmanna frá upphafi Íslandsbyggðar? Ætli þetta geti ekki orðið upphafið að endalokum sveitabúskapar í landinu? Ég veit að fólkið í sveitunum við Þjórsá er uggandi þótt baráttuþrekið sé óbugað. Gleymum því ekki að gjörningur af þessu tagi væri fordæmisgefandi og óafturkræfur og þá ekki síst ófyrirgefanlegur. Viljum við fá virkjanadraslið allt niður í byggð um allt land? Óskandi væri að nú stæðum við landsmenn saman og segðum einum rómi: Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra! Það ríkir í raun ófriðarástand í landinu, eilítið annars eðlis en í Afganistan en ófriður samt. Ætla þau sem hafa þessi mál á hendi að láta þetta yfir sig og okkur ganga og lufsast áfram í pilsfaldi frekjufrelsis og yfirgangs Landsvirkjunar eða ætla þau að rísa upp og segja stopp? Skýr svör óskast sem fyrst. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stríð í landinu; stríð um meðferð og nýtingu náttúru landsins. Fagra Ísland var yfirskrift umhverfis- og auðlindastefnu Samfylkingar í síðustu kosningum. Hvar er það nú - allt gleymt og grafið? Það er arfavont, álíka vont og að vita hina 93 ára gömlu valkyrju, Jóhönnu, vinkonu mína í Haga, búa við það óöryggi og ótta sem ríkir á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun er nú með áætlanir um að koma fyrir himinháum uppistöðulónum með viðeigandi tækjum og tólum niðri í sveitinni til að mjólka meira fé úr Þjórsánni. Reynt er að réttlæta gjörðina með því að allt sé það í þágu góðra málefna eins og netþjónabús á Suðurnesjum. Yfirvarp þetta breytir auðvitað engu um hug fólks til þess að aðliggjandi sveitum verði rústað, það undirstrikar einungis loddaraskap ráðamanna Landsvirkjunar, sem ætla sér að færa allt „virkjanagumsið" niður í byggð, án tilskilinna leyfa. Þeir fara með landið eins og þeir eigi það. Sumir kikna undan stöðugum þrýstingi, ögrunum, ósannindum og viðvarandi ógnunum af hálfu útsendara Landsvirkjunar, en hjá Landsvirkjun virðist fara fyrir sjálfskipaður hópur eins konar lénsherra sem höndlar með ár og vötn sem sína einkaeign í stöðugri leit að meira gulli. Það er voðaleg tilhugsun að Landsvirkjun víli ekki fyrir sér að færa óskapnaðinn sem fylgir virkjunum niður á tún og engi sveita í byggð. Uppistöðulónin eiga að verða himinhá steypuker (á hæð við Hallgrímskirkjuturn) sem rísa munu við túnfætur helstu býla. Svo er ósvífnin mikil að því er haldið fram í ritum Landsvirkjunar að lónin verði að mestu í ánni og því litlu af landi fórnað. Sennilegt. Til að bíta höfuðið af skömminni er því svo haldið fram að unnt verði að ríða með fjóra til reiðar meðfram óskapnaðinum! Er þetta ekki hámark ribbaldaháttar landsmanna frá upphafi Íslandsbyggðar? Ætli þetta geti ekki orðið upphafið að endalokum sveitabúskapar í landinu? Ég veit að fólkið í sveitunum við Þjórsá er uggandi þótt baráttuþrekið sé óbugað. Gleymum því ekki að gjörningur af þessu tagi væri fordæmisgefandi og óafturkræfur og þá ekki síst ófyrirgefanlegur. Viljum við fá virkjanadraslið allt niður í byggð um allt land? Óskandi væri að nú stæðum við landsmenn saman og segðum einum rómi: Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra! Það ríkir í raun ófriðarástand í landinu, eilítið annars eðlis en í Afganistan en ófriður samt. Ætla þau sem hafa þessi mál á hendi að láta þetta yfir sig og okkur ganga og lufsast áfram í pilsfaldi frekjufrelsis og yfirgangs Landsvirkjunar eða ætla þau að rísa upp og segja stopp? Skýr svör óskast sem fyrst. Höfundur er kennari.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar