Hvar er nú „Fagra Ísland“? 28. mars 2008 03:30 Það er stríð í landinu; stríð um meðferð og nýtingu náttúru landsins. Fagra Ísland var yfirskrift umhverfis- og auðlindastefnu Samfylkingar í síðustu kosningum. Hvar er það nú - allt gleymt og grafið? Það er arfavont, álíka vont og að vita hina 93 ára gömlu valkyrju, Jóhönnu, vinkonu mína í Haga, búa við það óöryggi og ótta sem ríkir á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun er nú með áætlanir um að koma fyrir himinháum uppistöðulónum með viðeigandi tækjum og tólum niðri í sveitinni til að mjólka meira fé úr Þjórsánni. Reynt er að réttlæta gjörðina með því að allt sé það í þágu góðra málefna eins og netþjónabús á Suðurnesjum. Yfirvarp þetta breytir auðvitað engu um hug fólks til þess að aðliggjandi sveitum verði rústað, það undirstrikar einungis loddaraskap ráðamanna Landsvirkjunar, sem ætla sér að færa allt „virkjanagumsið" niður í byggð, án tilskilinna leyfa. Þeir fara með landið eins og þeir eigi það. Sumir kikna undan stöðugum þrýstingi, ögrunum, ósannindum og viðvarandi ógnunum af hálfu útsendara Landsvirkjunar, en hjá Landsvirkjun virðist fara fyrir sjálfskipaður hópur eins konar lénsherra sem höndlar með ár og vötn sem sína einkaeign í stöðugri leit að meira gulli. Það er voðaleg tilhugsun að Landsvirkjun víli ekki fyrir sér að færa óskapnaðinn sem fylgir virkjunum niður á tún og engi sveita í byggð. Uppistöðulónin eiga að verða himinhá steypuker (á hæð við Hallgrímskirkjuturn) sem rísa munu við túnfætur helstu býla. Svo er ósvífnin mikil að því er haldið fram í ritum Landsvirkjunar að lónin verði að mestu í ánni og því litlu af landi fórnað. Sennilegt. Til að bíta höfuðið af skömminni er því svo haldið fram að unnt verði að ríða með fjóra til reiðar meðfram óskapnaðinum! Er þetta ekki hámark ribbaldaháttar landsmanna frá upphafi Íslandsbyggðar? Ætli þetta geti ekki orðið upphafið að endalokum sveitabúskapar í landinu? Ég veit að fólkið í sveitunum við Þjórsá er uggandi þótt baráttuþrekið sé óbugað. Gleymum því ekki að gjörningur af þessu tagi væri fordæmisgefandi og óafturkræfur og þá ekki síst ófyrirgefanlegur. Viljum við fá virkjanadraslið allt niður í byggð um allt land? Óskandi væri að nú stæðum við landsmenn saman og segðum einum rómi: Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra! Það ríkir í raun ófriðarástand í landinu, eilítið annars eðlis en í Afganistan en ófriður samt. Ætla þau sem hafa þessi mál á hendi að láta þetta yfir sig og okkur ganga og lufsast áfram í pilsfaldi frekjufrelsis og yfirgangs Landsvirkjunar eða ætla þau að rísa upp og segja stopp? Skýr svör óskast sem fyrst. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er stríð í landinu; stríð um meðferð og nýtingu náttúru landsins. Fagra Ísland var yfirskrift umhverfis- og auðlindastefnu Samfylkingar í síðustu kosningum. Hvar er það nú - allt gleymt og grafið? Það er arfavont, álíka vont og að vita hina 93 ára gömlu valkyrju, Jóhönnu, vinkonu mína í Haga, búa við það óöryggi og ótta sem ríkir á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun er nú með áætlanir um að koma fyrir himinháum uppistöðulónum með viðeigandi tækjum og tólum niðri í sveitinni til að mjólka meira fé úr Þjórsánni. Reynt er að réttlæta gjörðina með því að allt sé það í þágu góðra málefna eins og netþjónabús á Suðurnesjum. Yfirvarp þetta breytir auðvitað engu um hug fólks til þess að aðliggjandi sveitum verði rústað, það undirstrikar einungis loddaraskap ráðamanna Landsvirkjunar, sem ætla sér að færa allt „virkjanagumsið" niður í byggð, án tilskilinna leyfa. Þeir fara með landið eins og þeir eigi það. Sumir kikna undan stöðugum þrýstingi, ögrunum, ósannindum og viðvarandi ógnunum af hálfu útsendara Landsvirkjunar, en hjá Landsvirkjun virðist fara fyrir sjálfskipaður hópur eins konar lénsherra sem höndlar með ár og vötn sem sína einkaeign í stöðugri leit að meira gulli. Það er voðaleg tilhugsun að Landsvirkjun víli ekki fyrir sér að færa óskapnaðinn sem fylgir virkjunum niður á tún og engi sveita í byggð. Uppistöðulónin eiga að verða himinhá steypuker (á hæð við Hallgrímskirkjuturn) sem rísa munu við túnfætur helstu býla. Svo er ósvífnin mikil að því er haldið fram í ritum Landsvirkjunar að lónin verði að mestu í ánni og því litlu af landi fórnað. Sennilegt. Til að bíta höfuðið af skömminni er því svo haldið fram að unnt verði að ríða með fjóra til reiðar meðfram óskapnaðinum! Er þetta ekki hámark ribbaldaháttar landsmanna frá upphafi Íslandsbyggðar? Ætli þetta geti ekki orðið upphafið að endalokum sveitabúskapar í landinu? Ég veit að fólkið í sveitunum við Þjórsá er uggandi þótt baráttuþrekið sé óbugað. Gleymum því ekki að gjörningur af þessu tagi væri fordæmisgefandi og óafturkræfur og þá ekki síst ófyrirgefanlegur. Viljum við fá virkjanadraslið allt niður í byggð um allt land? Óskandi væri að nú stæðum við landsmenn saman og segðum einum rómi: Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra! Það ríkir í raun ófriðarástand í landinu, eilítið annars eðlis en í Afganistan en ófriður samt. Ætla þau sem hafa þessi mál á hendi að láta þetta yfir sig og okkur ganga og lufsast áfram í pilsfaldi frekjufrelsis og yfirgangs Landsvirkjunar eða ætla þau að rísa upp og segja stopp? Skýr svör óskast sem fyrst. Höfundur er kennari.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar