Stríð og friður Stefán Jón Hafstein skrifar 28. mars 2008 03:00 Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun