Erlent

Ánægja með fjárfestingar í norrænum verkefnum

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir hönd Íslands í norrænu samstarfsráðherranefndinni.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra situr fyrir hönd Íslands í norrænu samstarfsráðherranefndinni.

Á nýafstöðnum fundi sínum ræddu norrænu samstarfsráðherrarnir fjárhagsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem eru tæpar 900 milljónir danskra króna, jafnvirði rúmlega 14 milljarða íslenskra króna.

Það vakti ánægju ráðherranna að sjá að „fjárfestingar" í norrænum verkefnum vinda upp á sig og tvöfaldast að jafnaði með mótframlagi frá öðrum. Norræna ráðherranefndin hefur veitt 1.268 milljónum danskra króna í styrk til verkefna sem verið er að vinna.

Mótframlag annarra til verkefnanna er 1.363 milljónir danskra króna. Norræn verkefni og áætlanir eru því svo mikilsverð að norræna „fjárfestingin" meira en tvöfaldast. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Norðurlöndum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×