Innlent

Gríðarleg hækkun lána

Lánin okkar hækka og hækka - og það er engum að kenna nema okkur sjálfum, að mati hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands. Hann segir að fólk verði að finna sér aðra tómstundaiðju en að eyða peningum, kaupa bíla, vörur og utanlandsferðir.

Fyrsti apríl var dagur gleði og depurðar hjá flestu launafólki. Gleðin hríslast þegar launin birtast í heimabankanum en dvínar þegar þau hverfa í lánahítina. Það blasir við þegar bensínlítrinn rýkur upp í verði. Það blasir hins vegar ekki alltaf við hvernig stýrivextir, verðbólga og gengishrun skellur á heimilunum.

Þó hefur efnahagsástandið öllu meiri áhrif á fjárhag heimilanna en dýrara bensín. Tökum þrjú dæmi.

Maður á fertugsaldri keypti sér Hondu Accord í fyrra. Hann tók 90% myntkörfulán, upp á 2,4 milljónir króna. Afborganir hafa hækkað um nærri 20 þúsund á mánuði en höfuðstóllinn bara hækkar - um nærri milljón á einu ári (987 þús.).

Laun þessa manns sveiflast ekki með genginu.

Maður á sextugsaldri tók yfir verðtryggt krónulán með breytilegum vöxtum í fyrra með traustu veði. Lánið var 8,5 milljón. Þegar hann greiddi tæpar 95 þúsund krónur af láninu um mánaðamótin - kom í ljós að eftirstöðvarnar, eftir greiðslu, höfðu hækkað um nánast sömu upphæð - eða 94 þúsund. Það var ekki aprílgabb.

Þessi maður hefur greitt rösklega 1300 þúsund af þessu láni á 16 mánuðum en það hefur hækkað um tæp 260 þúsund vegna verðbólgu og hárra vaxta.

Laun þessa manns eru ekki verðtryggð.

Reykvískur húseigandi tók verðtryggt húsnæðislán með hagstæðum vöxtum upp á 4 milljónir og 250 þúsund í mars 2005. Eftir þrjú ár af afborgunum er lánið nú 460 þúsund krónum hærra en þegar það var tekið.

Laun þessarar konu eru ekki verðtryggð.

Láum hverjum sem spyr - af hverju í ósköpunum er þetta svona? Hver klúðraði málum svo að lán eru ekki lán - heldur leiga á peningum?

Enginn - segir Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er, eins og margir vita, mikið framboð af lánsfé í útlöndum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×