Innlent

Jeppar loka aðgengi að birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey.

Hátt í tuttugu jeppar frá Ferðaklúbburinn 4x4 hafa lokað fyrir aðgengi olíubíla að birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey. Eru þeir staðsettir fyrir utan hliðið að birgðastöðinni.

Með þessu eru liðsmenn 4X4 að mótmæla háu eldsneytisverði. Að sögn lögreglunnar eru lögreglumenn á staðnum að skrá niður bílana og taka myndir en lögreglan muni ekki blanda sér að öðru leyti inn í þessi mótmæli þar sem aðgerð Ferðaklúbbsins hindrar ekki almenna umferð. Ekki er vitað hve lengi þessi mótmæli munu standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×