Leikjavísir

Grand Theft IV á leiðinni

Fjórði Grand Theft Auto-leikurinn kemur út 29. apríl næstkomandi.
Fjórði Grand Theft Auto-leikurinn kemur út 29. apríl næstkomandi.
Tölvuleikurinn Grand Theft Auto IV kemur út 29. apríl næstkomandi á vegum Rockstar Games. Verður hann gefinn út á sama tíma fyrir leikjatölvurnar Playstation 3 og Xbox 360.

„Við erum mjög spennt yfir því að gefa út Grand Theft Auto IV,“ segir Sam Houser, stofnandi og framleiðandi hjá Rockstar Games. „Við höfum lagt ótrúlega mikið á okkur til að búa til einstakan leik og vonum að hann setji nýja staðla í gerð tölvuleikja.“

Grand Theft Auto-leikirnir hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin og því eiga tölvuleikjaunnendur væntanlega eftir að sökkva sér á bólakaf í þessa nýjustu viðbót.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×