Góður Guðni Sigmar B. Hauksson skrifar 15. janúar 2008 00:01 Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar