Tækifæri til lækkunar vaxta 25. júní 2007 06:00 Líklega eru allir sammála um að vextir á Íslandi séu alltof háir og að heilbrigt atvinnulíf fáist varla þrifist til lengdar við núverandi vaxtastig. Markmið nýrrar ríkisstjórnar er að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og betra efnahagslegu jafnvægi. En hver eru þessi skilyrði og getur verið að einhver þeirra séu þegar fyrir hendi? Margt bendir til að svo sé og því ætti að vera í lófa lagið að lækka vexti á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans hinn 5. júlí. Ný þjóðhagspá gerir ráð fyrir að 0,1% samdráttur verði í hagkerfinu í ár þó að útflutningur aukist verulega, einkum á áli. Þá er búist við því að atvinnuleysi aukist verulega á næsta ári og verði 3,9% sem er mikil breyting frá því sem nú er. Landsframleiðslan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs reyndist vera því sem næst óbreytt frá fyrra ári, þjóðarútgjöld drógust saman um 10% og einkaneysla um rösklega 1%. Þetta er í fyrsta skipti í 5 ár sem einkaneysla dregst saman. Stýrivextir eru nú 14,25%. Verði þeim breytt tekur 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Það er óheppilegt áhrifa hárra vaxta skuli gæta á sama tíma og verulega er tekið er að hægja á. Vissulega er fyrir hendi tiltekin spenna á vinnumarkaði en líkur eru á að snögglega geti dregið úr henni. Gengi krónunnar féll verulega á síðasta ári en hún hefur nú náð miklu af sínum fyrri ofurstyrk. Þessi gengissveifla gæti þýtt að vaxtalækkun nú og einhver veiking krónunnar í kjölfarið geti gengið yfir án þess að verðbólga aukist að ráði. Miklir hagsmunir eru í húfi. Vextir hafa um langt skeið verið afar háir og gengi krónunnar sterkt. Á meðan blæðir útflutnings- og samkeppnisgreinum. Sérstaklega er ástandið erfitt fyrir sprotafyrirtæki. Þá hafa háir vextir og sterkt gengi ýtt öðrum fyrirtækjum í áhættusamar erlendar lántökur í leit sinni að viðráðanlegu vaxtastigi. Næsta tækifæri til af vinda ofan af ofurvaxtastefnunni gefst 5. júlí. Grípum það enda eru augljós skilyrði fyrir hendi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Líklega eru allir sammála um að vextir á Íslandi séu alltof háir og að heilbrigt atvinnulíf fáist varla þrifist til lengdar við núverandi vaxtastig. Markmið nýrrar ríkisstjórnar er að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og betra efnahagslegu jafnvægi. En hver eru þessi skilyrði og getur verið að einhver þeirra séu þegar fyrir hendi? Margt bendir til að svo sé og því ætti að vera í lófa lagið að lækka vexti á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans hinn 5. júlí. Ný þjóðhagspá gerir ráð fyrir að 0,1% samdráttur verði í hagkerfinu í ár þó að útflutningur aukist verulega, einkum á áli. Þá er búist við því að atvinnuleysi aukist verulega á næsta ári og verði 3,9% sem er mikil breyting frá því sem nú er. Landsframleiðslan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs reyndist vera því sem næst óbreytt frá fyrra ári, þjóðarútgjöld drógust saman um 10% og einkaneysla um rösklega 1%. Þetta er í fyrsta skipti í 5 ár sem einkaneysla dregst saman. Stýrivextir eru nú 14,25%. Verði þeim breytt tekur 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Það er óheppilegt áhrifa hárra vaxta skuli gæta á sama tíma og verulega er tekið er að hægja á. Vissulega er fyrir hendi tiltekin spenna á vinnumarkaði en líkur eru á að snögglega geti dregið úr henni. Gengi krónunnar féll verulega á síðasta ári en hún hefur nú náð miklu af sínum fyrri ofurstyrk. Þessi gengissveifla gæti þýtt að vaxtalækkun nú og einhver veiking krónunnar í kjölfarið geti gengið yfir án þess að verðbólga aukist að ráði. Miklir hagsmunir eru í húfi. Vextir hafa um langt skeið verið afar háir og gengi krónunnar sterkt. Á meðan blæðir útflutnings- og samkeppnisgreinum. Sérstaklega er ástandið erfitt fyrir sprotafyrirtæki. Þá hafa háir vextir og sterkt gengi ýtt öðrum fyrirtækjum í áhættusamar erlendar lántökur í leit sinni að viðráðanlegu vaxtastigi. Næsta tækifæri til af vinda ofan af ofurvaxtastefnunni gefst 5. júlí. Grípum það enda eru augljós skilyrði fyrir hendi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar