Actavis kaupir ekki Merck 4. maí 2007 05:00 Róbert Wessman forstjóri og Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis. MYND/Valli Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira