Actavis kaupir ekki Merck 4. maí 2007 05:00 Róbert Wessman forstjóri og Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis. MYND/Valli Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent