
Atvinnustefna og náttúruvernd
Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt.
Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga.
Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni.
Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið.
Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna.
Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun

Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Seljum börnum nikótín!
Hugi Halldórsson skrifar

Sundrung á vinstri væng
Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Þegar samfélagið missir vinnuna
Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar

Akademískt frelsi og ókurteisi
Kolbeinn H. Stefánsson skrifar

Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu?
Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar