Viðskipti erlent

Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum

Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose.

Fjallað er um málið á vefsíðu blaðsins Politiken í dag. Þar segir m.a. að aðeins á Bermunda séu 35 fyrirtæki skráð á vegum A.P. Möller-Mærsk og þau virka í raun sem lögfræði- og fjármálakjarni fyrirtækisins fyrir starfsemi þess í allri Mið- og Suður-Ameríku.

Sören Ellemose segir í samtali við Poltitiken að það sé löngu orðið tímabært að Mærsk geri hreint fyrir sínum dyrum hvað þessi leynifyrirtæki varðar. Annars virki þetta eins og að fyrirtækið hafi eitthvað að fela.

Upplýsingafulltrúi Mærsk vildi ekki tjá sig um málið við Politiken í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×