Viðskipti erlent

Rauður dagur á mörkuðum í Asíu

MYND/AFP

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim.

Alls féll japanska Nikkei vísitalan um 2,1 prósent eða 352,92 stig. Bankar og fjármálafyrirtæki féllu mest í verði. Japanski Mitsubishi UFJ banki féll um 6 prósent og fjármálafyrirtækið Mizuho Financial Group féll um 5,8 prósent.

Talið er miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gær hafi valdið titringi á fjármálamörkuðum í Asíu. Miklar lækkanir urðu á mörkuðum í Suður Kóreu, Ástralíu og Hong Kong. Alls lækkaði asíska MSCI vísitalan um 2,4 prósent..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×