Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið. Akstursíþróttir Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti
Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: "Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt. " Í framhaldi af þessari frétt ræddi fréttamaður við talsmann VÍK sem kom alveg af himnum og sagði m.a; "Hann hefur ekki rætt þetta neitt við okkur - við vissum að núverandi keppnisbraut væri líklega tæp en vorum byrjaðir að leita að nýrri staðsetningu í nágrenni Klausturs eða annars staðar á Suðurlandi. Þessi tilkynning er því algjörlega ótímabær." Það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvort eða hvar mótið verður haldið.