Opið bréf til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. mars 2007 05:00 Í nóvember á liðnu ári var haft eftir þér sem nýjum formanni Sambands íslenskra sveitafélaga að þú vildir bæta samskipti sveitafélaga og grunnskólakennara. Þú vildir aðskilja launaviðræður frá umræðum um gæði og innihald skólastarfs, taka upp nánara samstarf við skólana og eyða um leið þeim sárindum sem urðu við síðustu kjarasamninga kennara. Núna nokkrum mánuðum síðar hafa viðræður um leiðréttingu launa grunnskólakennara með hliðsjón af ákvæði í kjarasamningi siglt í strand en í þessu ákvæði segir: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða ráðstafanir sem þeir verða sammála um.“ Grunnskólakennarar reyndu í heilt ár að fá fram viðræður en ekkert gekk. Aðkoma ríkissáttasemjara hafði ekkert að segja. Launanefnd sveitafélaga hefur boðið 0.75 hækkun ofan á umsamda 2,25% hækkun 1.1. 2007 en verðbólga hefur verið 6.5% yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í nóvember 2004 , fyrir tímabilið frá nóvember 2004 til nóvember 2006. Í desember 2006 voru meðaldagvinnulaun grunnskólakennara um 30.000 kr lægri en hjá leikskólakennurum og hátt í 50.000 kr lægri en hjá framhaldsskólakennurum. Þessar viðmiðunarstéttir höfðu hækkað langt umfram grunnskólakennara þó þær séu örugglega ekkert ofsælar af sínu. Þá má og benda á að launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 11.3% fyrstu 11 mánuði ársins 2006. Á sama tíma hækkuðu laun grunnskólakennara um 2.5%. Þetta er kannski dálítil talnasúpa en ekki þarf annað en að skoða byrjunarlaun grunnskólakennara til að sjá alvöru málsins en þann 1. janúar s.l. námu þau 198.741. Þetta eru laun fyrir nýútskrifaðan kennara eftir 3 ára háskólanám. Það er gríðarleg óánægja hjá grunnskólakennurum með þessa þróun. Þessi óánægja snýst ekki síst um að því er virðist algert tómlæti sveitastjórnarmanna sem bera fyrir sig sína eigin launanefnd og segjast ekkert geta gert. Þessi óánægja er mikið áhyggjuefni. Hún veldur því að los kemur á kennara sem þá hverfa til annarra starfa hver sem betur getur. Það vantar ekkert upp á fínu samþykktirnar og ályktanirnar sérstaklega fyrir kosningar þegar talað er um menntamál. Þannig segir t.a.m í skólastefnu Kópavogsbæjar sem er eitt af stærri sveitafélögum landsins: „Almenn samstaða ríkir um mikilvægi góðs menntakerfis fyrir farsæld einstaklingsins og samfélagsins í heild. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi rökum að vaxandi velmegun og lífsánægja almennings hefur haldist í hendur við bætt tækifæri til menntunar. Skólayfirvöld í Kópavogi leggja ríka áherslu á að grunnskólar bæjarins séu í fararbroddi...“ Það virðist ljóst af þessum orðum að þeir sem eiga að sjá um að stuðla að vaxandi velmegun og lífsánægju almennings sem og farsæld einstaklingsins séu ekki mikils virði þegar kemur til launa. Næsta haust verður hægt að segja upp kjarasamningi grunnskólakennara sem yrðu þá að öllu óbreyttu lausir um áramót. Sé tekið mið af undanfarandi viðræðum (eða viðræðuleysi) er ekkert á þessari stundu sem bendir til annars en að sami leikurinn endurtaki sig þ.e. verkfall, óánægja og flótti úr stéttinni sem þegar er vaxandi. Kennarar eru yfirleitt hugsjónafólk sem vill hag nemenda sinni sem mestan. Það virðist því miður ekki hægt að segja það sama um sveitastjórnarmenn sem með framgöngu sinni virðast vera að koma þeim skilaboðum á framfæri að grunnskólakennar séu lítils virði og þar með það starf sem þeir vinna því þar verður varla skilið á milli. Kæri Halldór í framhaldi þessa langar okkur að spyrja þig nokkra spurninga sem við vonumst til að þú svarir. 1. Hvernig hyggst þú og þín samtök eyða þeim sárindum sem urðu við síðustu kjarasamninga kennara?2. Ert þú ánægður með að launanefnd sveitafélaga skuli ekki ljá máls á leiðréttingu launa miðað við verðbólgu og kjaraþróun þrátt fyrir ákvæði þar um ? 3. Hvers vegna er hægt að semja við aðra svipaða eða sambærilega hópa um launabætur en ekki þegar kemur að grunnskólakennurum? (Ekki bera fyrir þig kostnaðarhækkanir sem ekkert hafa með laun grunnskólakennara að gera). 4. Hvernig áætla sveitastjórnarmenn að laða að ungt hæfileikafólk til kennslu þegar byrjunarlaunin ná ekki 200 þús. kr. á mánuði? 5. Er menntun barnanna okkar lítils virði? undirskrift: Almennur kennarafundur Digranesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember á liðnu ári var haft eftir þér sem nýjum formanni Sambands íslenskra sveitafélaga að þú vildir bæta samskipti sveitafélaga og grunnskólakennara. Þú vildir aðskilja launaviðræður frá umræðum um gæði og innihald skólastarfs, taka upp nánara samstarf við skólana og eyða um leið þeim sárindum sem urðu við síðustu kjarasamninga kennara. Núna nokkrum mánuðum síðar hafa viðræður um leiðréttingu launa grunnskólakennara með hliðsjón af ákvæði í kjarasamningi siglt í strand en í þessu ákvæði segir: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða ráðstafanir sem þeir verða sammála um.“ Grunnskólakennarar reyndu í heilt ár að fá fram viðræður en ekkert gekk. Aðkoma ríkissáttasemjara hafði ekkert að segja. Launanefnd sveitafélaga hefur boðið 0.75 hækkun ofan á umsamda 2,25% hækkun 1.1. 2007 en verðbólga hefur verið 6.5% yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í nóvember 2004 , fyrir tímabilið frá nóvember 2004 til nóvember 2006. Í desember 2006 voru meðaldagvinnulaun grunnskólakennara um 30.000 kr lægri en hjá leikskólakennurum og hátt í 50.000 kr lægri en hjá framhaldsskólakennurum. Þessar viðmiðunarstéttir höfðu hækkað langt umfram grunnskólakennara þó þær séu örugglega ekkert ofsælar af sínu. Þá má og benda á að launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 11.3% fyrstu 11 mánuði ársins 2006. Á sama tíma hækkuðu laun grunnskólakennara um 2.5%. Þetta er kannski dálítil talnasúpa en ekki þarf annað en að skoða byrjunarlaun grunnskólakennara til að sjá alvöru málsins en þann 1. janúar s.l. námu þau 198.741. Þetta eru laun fyrir nýútskrifaðan kennara eftir 3 ára háskólanám. Það er gríðarleg óánægja hjá grunnskólakennurum með þessa þróun. Þessi óánægja snýst ekki síst um að því er virðist algert tómlæti sveitastjórnarmanna sem bera fyrir sig sína eigin launanefnd og segjast ekkert geta gert. Þessi óánægja er mikið áhyggjuefni. Hún veldur því að los kemur á kennara sem þá hverfa til annarra starfa hver sem betur getur. Það vantar ekkert upp á fínu samþykktirnar og ályktanirnar sérstaklega fyrir kosningar þegar talað er um menntamál. Þannig segir t.a.m í skólastefnu Kópavogsbæjar sem er eitt af stærri sveitafélögum landsins: „Almenn samstaða ríkir um mikilvægi góðs menntakerfis fyrir farsæld einstaklingsins og samfélagsins í heild. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi rökum að vaxandi velmegun og lífsánægja almennings hefur haldist í hendur við bætt tækifæri til menntunar. Skólayfirvöld í Kópavogi leggja ríka áherslu á að grunnskólar bæjarins séu í fararbroddi...“ Það virðist ljóst af þessum orðum að þeir sem eiga að sjá um að stuðla að vaxandi velmegun og lífsánægju almennings sem og farsæld einstaklingsins séu ekki mikils virði þegar kemur til launa. Næsta haust verður hægt að segja upp kjarasamningi grunnskólakennara sem yrðu þá að öllu óbreyttu lausir um áramót. Sé tekið mið af undanfarandi viðræðum (eða viðræðuleysi) er ekkert á þessari stundu sem bendir til annars en að sami leikurinn endurtaki sig þ.e. verkfall, óánægja og flótti úr stéttinni sem þegar er vaxandi. Kennarar eru yfirleitt hugsjónafólk sem vill hag nemenda sinni sem mestan. Það virðist því miður ekki hægt að segja það sama um sveitastjórnarmenn sem með framgöngu sinni virðast vera að koma þeim skilaboðum á framfæri að grunnskólakennar séu lítils virði og þar með það starf sem þeir vinna því þar verður varla skilið á milli. Kæri Halldór í framhaldi þessa langar okkur að spyrja þig nokkra spurninga sem við vonumst til að þú svarir. 1. Hvernig hyggst þú og þín samtök eyða þeim sárindum sem urðu við síðustu kjarasamninga kennara?2. Ert þú ánægður með að launanefnd sveitafélaga skuli ekki ljá máls á leiðréttingu launa miðað við verðbólgu og kjaraþróun þrátt fyrir ákvæði þar um ? 3. Hvers vegna er hægt að semja við aðra svipaða eða sambærilega hópa um launabætur en ekki þegar kemur að grunnskólakennurum? (Ekki bera fyrir þig kostnaðarhækkanir sem ekkert hafa með laun grunnskólakennara að gera). 4. Hvernig áætla sveitastjórnarmenn að laða að ungt hæfileikafólk til kennslu þegar byrjunarlaunin ná ekki 200 þús. kr. á mánuði? 5. Er menntun barnanna okkar lítils virði? undirskrift: Almennur kennarafundur Digranesskóla.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun