Viðskipti erlent

Óttast kreppu á heimsmörkuðum

MYND/AFP

Óttast er að fyrirsjáanlegur skortur á lánsfé á bankamarkaði í næstu viku muni valda því að bankar víðs vegar um heim dragi verulega úr útlánastarfsemi. Forráðamenn stærstu banka heims óttast þetta komi til með að valda mikilli kreppu á heimsmörkuðum.

Frá þessu er greint í breska dagblaðinu The Sunday Times.

Rúmlega sjö þúsund milljarðar króna koma til endurfjármögnunar í næstu viku. Hefur upphæðin aldrei verið meiri í sögunni. Fyrirsjáanlegt er að bankar víðs vegar um heim hafa ekki bolmagn til taka á sig svo miklar skuldbindingar meðal annars vegna skorst á lánsfé. Er því spáð að þeir muni draga verulega úr útlánastarfsemi til fjárfestingafélaga og annarra banka og jafnvel stöðva hana alveg.

Ástæðan fyrir þessari miklu endurfjármögnun má að miklu leyti rekja til mikilla vanskila á annars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Miklar lækkanir urðu á hlutabréfum víðs vegar um heim vegna óróleika sem skapaðist í kjölfarið. Þurftu helstu seðlabankar heims að dæla peningum inn á markaði til að viðhaldi eðlilegu fjárstreymi. Nú þegar hefur breski Seðlabankinn lýst því yfir að hann muni dæla allt að 580 milljörðum króna inn á markaði á næstu þremur vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×