Viðskipti erlent

Áframhaldandi hækkanir í Bandaríkjunum

MYND/AFP

Hlutabréf á bandarískum mörkuðum héldu áfram að hækka í verði í dag. Alls hækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55 prósent.

Miklar hækkanir hafa verið á mörkuðum víðs vegar um heim í dag í kjölfar ákvörðunar seðlabanka Bandaríkjanna að lækka stýrivexti um 0,5 prósent.

Í Bandaríkjunum hækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55 prósent. Standard & Poor 500 vísitalan um 0,61 prósent og Nasdaq um 0,56 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×