Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka í Evrópu

Frá kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Frá kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. MYND/AFP

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Hafa hækkanirnar ekki verið meiri í sex vikur. Alls hækkaði samevrópska FTSEurofirst 300 vísitalan um 2,61 prósent.

Þýska DAX vísitalan hækkaði um 2,3 prósent og franska CAC hækkaði um 3,4 prósent. Þá hækkaði breska FTSE 100 vísitalan um 2,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×