Viðskipti erlent

Fríblöðin dönsku plumma sig

Samkvæmt tölum frá TNS Gallup í Danmörku plumma fríblöðin, þar með talið Nyhedsavisen, sig mun betur en reiknað hafði verið með. Þessum blöðum var annars spáð snemmbærri gröf í fyrra. Greint er frá því í blaðinu Journalisten að á fyrri helming ársins hafi tekjur Nyhedsavisen náð rúmlega 300 milljónum kr.

Þessar tölur gera það að verkum að Nyhedsavisen, sem er í eigu Íslendinga, muni að öllum líkindum ná markmiði sínu um tekjur upp á rúmlega hálfan milljarð kr. eftir árið.

Journalisten nefnir að þrátt fyrir þessar auglýsingatekjur séu fríblöðin enn rekin með miklu tapi. Sem dæmi er nefnt að 24timer, hið stærsta þeirra, hafi verið rekið með yfir 70 milljón kr. tapi á viku það sem af er ársins. Þar með er tapið orðið svo stórt að það samsvarar nú þriðjungi af eigin fé eigenda þess J/P Politikens Hus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×