Brúðguminn kominn yfir nírætt 11. mars 2007 10:00 Ingibjörg og Garðar hafa búið saman í þrjátíu ár og alltaf verið á leiðinni að gifta sig. Þau létu verða af því í vikunni. Ingibjörg Barðadóttir og Garðar Lárus Jónasson létu pússa sig saman í Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag, eftir að hafa verið saman í þrjátíu ár. Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af hér á landi, og þótt víðar væri leitað, en hann er nú á nítugasta og fjórða aldursári. Ingibjörg fagnar hins vegar sextugasta og fjórða afmæli sínu í haust. Blaðamaður Fréttablaðsins leit við hjá parinu nýgifta í vikunni og þáði kaffi og afganga af brúðkaupstertu. „Það er nú svo sem óskaplega lítið sögulegt við þetta, nema trassaskapurinn að draga þetta svona lengi,“ sagði Garðar kíminn. „Þetta stóð nú alltaf til, en við sáum að þetta mátti ekki dragast mikið lengur,“ bætti hann við. „Við vorum nú að hugsa um að fara til sýslumanns fyrst, en svo langaði mig að hafa þetta í Dómkirkjunni, mér finnst hún svo hátíðleg,“ sagði Ingibjörg. Þau höfðu samband við séra Hjálmar Jónsson í lok febrúar og festu daginn skömmu síðar. „Við höfðum tvo daga til að velja úr, annaðhvort sjötta mars eða sjöunda. Garðar fékk að ráða þessu, og hafði þetta núna á miðvikudaginn,“ sagði Ingibjörg. Það má því segja að þótt aðdragandinn hafi verið langur, hafi fyrirvarinn verið í styttra lagi. Ingibjörg segist þó ekki hafa lent í neinum vandræðum við undirbúning brúðkaupsins eða veisluhalda. „Nei, nei, nei. Systurdætur mínar þrjár eru allar flugfreyjur, og sú elsta var að fara til Boston þegar ég sagði henni af þessu. Henni fannst þetta alveg frábært og sagðist bara ætla að kaupa kjólinn. Mér fannst ég nú eiga nóg af kjólum, svörtum og allavega, en hún sagði að það gifti sig enginn í svörtu. Svo kom hún með fínan kjól og veski og skó og allt saman. Þær eru svo góðar við okkur, ég mátti bara ekki í eldhúsið koma í veislunni,“ sagði Ingibjörg. nýkvæntur og níræður Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af, en hann er á nítugasta og fjórða aldursári.fréttablaðið/björg valdimarsdóttir Hjónin kynntust þegar þau unnu við símsvörun hjá Skeljungi, sem þá var til húsa í Skerjafirði. „Ég byrjaði á morgnana og vann átta til fjögur og þá tók hann við. Við hittumst á vaktaskiptunum. Og það hefur alltaf verið gott samband á milli síðan,“ sagði Ingibjörg. Þau segja líf þeirra þó ekki hafa breyst mikið við giftinguna. „Okkur líður mjög vel með þetta, en okkur hefur alltaf liðið vel saman,“ sagði Ingibjörg, sem er ekki frá því að þessi leið sé betri en sú sem margir fara nú til dags. „Mér finnst náttúrlega allt í lagi að ungt fólk gifti sig, en það er kannski sorglegt hvað það stoppar stutt hjá því,“ sagði hún. Garðar vill hins vegar ekki fetta fingur út í ungdóminn. „Það er gamalt máltæki sem segir að tímarnir breytast og mennirnir með. Mér finnst voðalega vitlaust alltaf þetta rugl um að unga fólkið sé eitthvað verra. Það er framtíðin og maður verður að treysta á það,“ sagði hann. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Ingibjörg Barðadóttir og Garðar Lárus Jónasson létu pússa sig saman í Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag, eftir að hafa verið saman í þrjátíu ár. Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af hér á landi, og þótt víðar væri leitað, en hann er nú á nítugasta og fjórða aldursári. Ingibjörg fagnar hins vegar sextugasta og fjórða afmæli sínu í haust. Blaðamaður Fréttablaðsins leit við hjá parinu nýgifta í vikunni og þáði kaffi og afganga af brúðkaupstertu. „Það er nú svo sem óskaplega lítið sögulegt við þetta, nema trassaskapurinn að draga þetta svona lengi,“ sagði Garðar kíminn. „Þetta stóð nú alltaf til, en við sáum að þetta mátti ekki dragast mikið lengur,“ bætti hann við. „Við vorum nú að hugsa um að fara til sýslumanns fyrst, en svo langaði mig að hafa þetta í Dómkirkjunni, mér finnst hún svo hátíðleg,“ sagði Ingibjörg. Þau höfðu samband við séra Hjálmar Jónsson í lok febrúar og festu daginn skömmu síðar. „Við höfðum tvo daga til að velja úr, annaðhvort sjötta mars eða sjöunda. Garðar fékk að ráða þessu, og hafði þetta núna á miðvikudaginn,“ sagði Ingibjörg. Það má því segja að þótt aðdragandinn hafi verið langur, hafi fyrirvarinn verið í styttra lagi. Ingibjörg segist þó ekki hafa lent í neinum vandræðum við undirbúning brúðkaupsins eða veisluhalda. „Nei, nei, nei. Systurdætur mínar þrjár eru allar flugfreyjur, og sú elsta var að fara til Boston þegar ég sagði henni af þessu. Henni fannst þetta alveg frábært og sagðist bara ætla að kaupa kjólinn. Mér fannst ég nú eiga nóg af kjólum, svörtum og allavega, en hún sagði að það gifti sig enginn í svörtu. Svo kom hún með fínan kjól og veski og skó og allt saman. Þær eru svo góðar við okkur, ég mátti bara ekki í eldhúsið koma í veislunni,“ sagði Ingibjörg. nýkvæntur og níræður Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af, en hann er á nítugasta og fjórða aldursári.fréttablaðið/björg valdimarsdóttir Hjónin kynntust þegar þau unnu við símsvörun hjá Skeljungi, sem þá var til húsa í Skerjafirði. „Ég byrjaði á morgnana og vann átta til fjögur og þá tók hann við. Við hittumst á vaktaskiptunum. Og það hefur alltaf verið gott samband á milli síðan,“ sagði Ingibjörg. Þau segja líf þeirra þó ekki hafa breyst mikið við giftinguna. „Okkur líður mjög vel með þetta, en okkur hefur alltaf liðið vel saman,“ sagði Ingibjörg, sem er ekki frá því að þessi leið sé betri en sú sem margir fara nú til dags. „Mér finnst náttúrlega allt í lagi að ungt fólk gifti sig, en það er kannski sorglegt hvað það stoppar stutt hjá því,“ sagði hún. Garðar vill hins vegar ekki fetta fingur út í ungdóminn. „Það er gamalt máltæki sem segir að tímarnir breytast og mennirnir með. Mér finnst voðalega vitlaust alltaf þetta rugl um að unga fólkið sé eitthvað verra. Það er framtíðin og maður verður að treysta á það,“ sagði hann.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira