Innlent

Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar

Fljúga til Lúxemborgar í haust.
Fljúga til Lúxemborgar í haust. MYND/Hari

Flugfélagið Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar í haust en flogið verður tvisvar í viku frá lokum septembermánaðar til byrjun nóvember. Beinar flugsamgöngur milli Keflavíkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000 þegar Icelandair hætti að fljúga þangað.

Fram kemur í tilkynningu frá Iceland Express að staðsetningin hafi átt stóran þátt í þeirri ákvörðun að hefja flug til Lúxemborgar. Þá séu þar í landi fjölmörg íslensk fyrirtæki með umfangsmikla starfsemi.

Um tilraunarflug verður að ræða og mun framhaldið ráðast af viðtökum viðskiptavina flugfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×