Raforka á álverstaxta 3. júlí 2007 06:00 Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun