Viðskipti erlent

Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél af Airbus gerð.
Flugvél af Airbus gerð.

Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. Í júní tilkynnti félagið að það hefði ákveðið að kaupa 34 flugvélar, annað hvort af gerðinni Boeing 737 eða Airbus A320. "Við erum að undirbúa kaup á 34 - 50 vélum beint frá framleiðendum í nóvember," sagði Adel Ali, forstjóri fyrirtækisins, í morgun. Hann neitaði að upplýsa um það hvaða flugframleiðanda hann hefði valið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×