Viðskipti erlent

Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð

Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara.

Veðrið getur sett strik í reikinginn nú þar sem birgðir eru í lágmarki. Þetta segir Francisco Blanch greinir hjá Merill Lynch. Á sama tíma hefur hin mikla stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum ýtt enn frekar undir hátt olíuverð.

"Við útilokum ekki möguleikan á að olíuverðið fari í 100 dollara á tunnuna til skamms tíma ef veturinn byrjar með meiri kulda en venjulega," segir Blanch.

Olíuverð fór í tæpa 84 dollara á tunnuna í síðustu viku en í dag var verð á tunnunni rétt undir 81 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×