Hvar er útboðið á tollkvótanum? Leifur Þórsson skrifar 1. ágúst 2007 05:00 Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun