Viðskipti innlent

Yfirdráttalán heimila aldrei verið hærri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirdráttalán sliga fjölskyldur í Grafarvoginum, sem og annars staðar á landinu.
Yfirdráttalán sliga fjölskyldur í Grafarvoginum, sem og annars staðar á landinu.

Yfirdráttalán hafa aldrei verið hærri en nú þrátt fyrir hátt vaxtarstig. Í lok júlí námu yfirdráttarlán heimila 75,6 milljörðum króna. Þetta er aukning um 11 milljarða króna milli mánaða. Í Hálf-fimm fréttum Kaupþings segir að yfirdráttarlán heimila hafi vaxið jafnt og þétt síðustu árin en hlutdeild þeirra í heildarskuldum heimila er í dag í kringum 10%.

Gengisbundin lán tvöfölduðust á milli ára

Í lok júlí námu gengisbundin lán heimila 94 milljörðum króna og hafa þau nálægt tvöfaldast á einu ári, miðað við fast gengi. Gengisbundin lán heimila vega í dag um 12% af heildarskuldum heimila til bankakerfisins en hlutdeild þess hefur vaxið hratt á síðustu misserum. Hátt vaxtastig á síðustu misserum sem og sterk staða krónunnar hefur þannig beint nýjum húsnæðis- og bifreiðakaupendum til erlendrar lántöku. Greiðslubyrði heimila af slíkum lánum hefur hins vegar aukist á síðustu dögum í takt við gengislækkun krónunnar. Hins vegar gæti ásókn heimila í erlend lán tekið kipp á ný nú þegar gengi krónunnar hefur gefið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×