Er Framsókn korktappinn í hafinu? Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2007 05:00 Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar