Opið bréf til oddvita um Árnesfundinn 16. febrúar 2007 04:45 Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Oddvitinn heldur því fram að fundur virkjanaandstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúpverjahreppi að taka ákvörðun um eyðileggingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórnsýslu, náttúruvernd og borgaralegum réttindum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamarsheiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni-Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldingaholti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautarholti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóftum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær oddvitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístundum sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmyndum. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borgarar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frístundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Landsvirkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu Undirskrift: Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Oddvitinn heldur því fram að fundur virkjanaandstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúpverjahreppi að taka ákvörðun um eyðileggingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórnsýslu, náttúruvernd og borgaralegum réttindum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamarsheiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni-Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldingaholti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautarholti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóftum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær oddvitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístundum sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmyndum. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borgarar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frístundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Landsvirkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu Undirskrift: Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun