Handbolti

Úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í beinni á Sýn

Frá leik Kiel og Flensburgar.
Frá leik Kiel og Flensburgar. MYND/Getty Images

Um helgina verður leikið til undanúrsltia í þýsku bikarkeppnninni í handbolta. Eins og undangengin ár verður leikið í Colorline-Arena í Hamborg en þar hafa úrslitin í bikarkepppninni ráðist síðastliðin 15 ár.

Löngu er orðið uppselt á leikina en heimamenn í Hamborg, sem hafa titil að verja, mæta Kronau-Östringen og Kiel mætir Flensburg. Kiel hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 2000.

Með liðunum fjórum leika flestir bestu handboltamenn heims. Handboltaspekingar í Þýsklandi spá því að heimamenn í Hamborg verji titilinn en liðið hefur verið á mikilli siglingu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur ekki tapað leik síðan í október.

Leikirnir verða í beinni útsendingu á Sýn á morgun, sá fyrri klukkan 11 en seinni klukkan 13. Úrslitaleikurinn verður svo á sunnudag klukkan 12, einnig í beinni á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×