Sport

Karbon vann í þriðja sinn í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Denise Karbon, skíðakona frá Ítalíu, vann í dag heimsbikarmót í stórsvigi sem fram fór í Austurríki. Þetta er þriðja heimsbikarmótið í röð sem hún vinnur en sigur hennar í dag var öruggur.

Hún kom í mark rúmlega sekúndu á undan Juliu Mancuso frá Bandaríkjunum sem hafnaði í öðru sæti. Nicole Guis frá Ítalíu tók bronsið.

Í heildarstigakeppninni er Karbon efst með 300 stig en Mancuso er í öðru með 186.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×