Viðskipti erlent

Rússneskur auðjöfur dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik

Dómstóll í Moskvu hefur dæmt rússneska auðjöfurinn Boris Berezovsky í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Boris Berezovsky var ekki viðstaddur dóminn en hann býr nú í London.

Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að Boris hefði stolið 214 milljónum rúblna, eða 540 milljónum kr., af flugfélaginu Aeroflot með svikum en Boris stjórnaði flugfélaginu á síðasta áratug.

Sjálfur segir Boris að dómsmálið hafi verið "farsi" og hefði engin áhrif á líf hans. Hann hefði skipað lögmönnum sínum að mæta ekki þegar málaferlin stóðu yfir.

Boris Berezovsky er ákafur andstæðingur Vladimir Putin forseta Rússlands. Bretar hafa hvað eftir annað hafnað kröfum Rússa um að framselja hann og hefur það m.a. valdið kulda í samskiptum landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×