Viðskipti erlent

Kreppudraugurinn bankar á dyrnar í kauphöllum ytra

Það er ekki bara í kauphöllinni hérlendis sem allar tölur hafa verið rauðar í dag. Þetta á einnig við um kauphallir í Evrópu. Er nú svo komið að fjármálaskýrendur eru farnir að tala um að kreppudraugurinn sé farin að banka á dyrnar.

Danska úrvalsvísitalan C20 féll um 2,3% í dag einkum vegna þess að þungaviktarhlutabréfin í Mærsk féllu um rúm 4%. Og Dax í Þ'yskalandi og FTSE í London féll vísitalan um rúmlega 1% í viðskiptum dagsins.

Fjármálaskýrendur segja nú, að því er kemur fram í Börsen.dk að ástandið á mörkuðunum sé verra en það var fyrir tveimur mánuðum er lánsfjárkreppan, í kjölfar hrunsins á undirmálslánamarkaðinum í Bandaríkjunum, skall á.

"Það er ekki falleg sjón að sjá það sem er að gerast á lánsfjármarkaðinum núna en það getur að öllum líkindum orðið verra," segir Christian Hyldahl forstjóri alþjóðviðskipta hjá Nordea Markets.

Hættan á fjármálakreppu í Bandaríkjunum, og þar með öllum heiminum, eykst fremur en minnkar þessa dagana að sögn sérfræðinga í Danmörku. Ástæðan er einkum að enn er ekki séð fyrir endan á afleiðingum undirmálslánahrunsins þrátt fyrir að stærstu fjármálafyrirtæki Bandaríkanna hafi þegar afskrifað upphæðir sem nema yfir 1.800 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×