Viðskipti erlent

Orðrómur um að Google sé að kaupa Skype

MYND/AP

Mikill orðrómur er kominn á kreik um að Google sé að festa kaup á Skype af eBay og raunar að forráðamenn Google og eBay séu raunar langt komnir með samning um kaupin.

Samkvæmt frásögn í tímaritinu Computerworld birtist orðrómurinn fyrst sem blog á vefsíðu breska blaðsins The Guardian en hefur síðan farið eins og logi um akur víða um heim.

eBay keypti Skype fyrir 140 milljarða kr, árið 2005. Skype sem er þróað af Dana og Svía í sameiningu gerir kleyft að hringja ókeypis í gegnum internetið. Hugmyndasmiðirnir að baki Skype hafa fyrir nokkru dregið sig út úr fyrirtækinu með fulla vasa fjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×