Viðskipti erlent

Virgin fær að bjóða fyrst í Northern Rock

Bresk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Virgin Money, fyrirtæki Richard Branson, muni fá forgangsrétt til að bjóða í hlutafé Northern Rock bankans og yfirtaka hann.

Jafnframt vilja stjórnvöldin að samningaviðræðum um kaup Virgin á bankanum verði hraðað eins og unnt er. Samkvæmt tillögu Virgins um yfirtökuna myndi félagið borga strax 11 milljarða af þeim 20 milljörðum punda sem Englandsbanki hefur lánað Northern Rock. Og jafnframt skuldbinda sig til að borga afganginn á ákveðnu tímabili.

Við fréttirnar af ákvörðun stjórnvalda hækkuðu bréf í Northern Rock í morgun um 25% og standa nú í 107 pensum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×