Viðskipti erlent

Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars

Líkan að nýju risafarþegaþotunni A380.
Líkan að nýju risafarþegaþotunni A380. MYND/AFP

Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag.

Hann tók einnig undir orð Tom Enders yfirmanns fyrirtækisins sem lýsti lækkandi gengi dollars sem lífshættulegu fyrir Airbus í Toulouse þar sem stórar farþegavélar eru framleiddar.

„Það er augljóst að viðvarandi ógn er af stöðu dollars - ekki strax, en til lengri tíma litið," sagði Gallois þýska blaðinu Welt am Sonntag. Hann sagði að miðað við þessar forsendur væri ekki hægt að gera framtíðarplön á áreiðanlegan hátt.

Airbus selur vélar sínar í dollurum en næstum helmingur kostnaðar er í Evrum. Það gerir fyrirtækið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á milli gjaldmiðlanna tveggja. Í gær fór Evran upp í 1.4966 á móti dollar sem er hæsta gengi Evru fram að þessu.

Fyrirtækið á í vandræðum við að mæta kostnaði vegna tafar á risafarþegaþotunni A380, sem hefur þrýst á uppsögn 10 þúsund manns og sölu á framleiðslunni.

Endurskipulagningaráætlun fyrirtækisins er grundvölluð á því að staða dollarans sé 1.3-1.35. Airbus hefur nú þurft að endurskoða fyrirætlaðan niðurskurð á kostnaði af því að hann er ekki nægur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×