Viðskipti innlent

Útilokar ekki kreppu hér á landi

Það er ekki útilokað að hér muni skella á kreppa. Þetta segir Dr. Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics. Hann segir matsfyrirtækin hafa staðið sig afar illa að undanförnu.

Jón sagði þetta á morgunverðarfundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í dag, undir yfirskrifstinni Fjármálakreppan 2007, helstu orsakir hennar og hugsanlegar afleiðingar. Hann sagði matsfyrirtækjum hafa tekist illa upp að mæla áhættu, bankarnir hafi verið allt of lánaglaðir og að hér gæti einfaldlega ekki kreppa skollið á. Tímarnir væru einfaldlega breyttir. Jón segir að um dæmigerða bankakrísu sé að ræða.

 

Þrátt fyrir slæmar horfur á næstu mánuðum segir Jón íslenska banka hafa bætt sína áhættustjórnun töluvert mikið og séu miklu betur staddir til að mæta skelli en þeir voru t.d. fyrir tveimur árum síðan. Jón er þó ekki mjög bjartsýnn um að ástandið sé að fara að lagast í bráð.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×