Viðskipti erlent

Danir viðurkenna að veislunni sé lokið

Fjármálasérfræðingurinn Per Hansen hjá Jyske Markets segir að danskir fjárfestar verði nú að horfast í augu við að miklar hækkanir á dönskum hlutabréfum heyri sögunni til. Það hafi verið gullnir tímar fyrir dönsk hlutabréf á undanförnum árum en veislunni sé nú lokið.

 

Á síðasta ári hækkaði danska úrvalsvísitalan C20 um 37% en liggur nú í mínus 2% það sem af er þessu ári. Og þó Hansen reikni með að í lok ársins verði vísitalan í plús nokkur prósent er hér um versta ár í sögu kauphallarinnar að ræða síðan hinu blóðrauða ári 2002 lauk með mínus upp á 26%.

 

Hansen segir í samtali við Börsen.dk að miðað við stöðuna á markaðinum í dag og því sem er að gerast í heiminum verði fjárfestar að reikna með að úrvalsvísitalan hækki varla meira á næsta ári en sem nemur 5-10%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×