Viðskipti erlent

Verð á olíutunnunni fór yfir 99 dollara

Verð á olíutunnunni fór yfir 99 dollara í viðskiptutm á mörkuðum í Asíu í nótt. Ástæða hækkunarinnar er sögð ótti um að olíubirgðir séu ekki nægar til að mæta komandi vetri á norðurhveli jarðar.

Einnig spilar inn í dæmið spákaupmennska þar sem menn veðja á að dollarinn muni veikjast enn frekar en orðið er. Sérfræðingar segja nú að verð á olíutunnunni muni fara yfir 100 dollara mun fyrr en spáð hefur verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×