Viðskipti erlent

Mikill hagnaður hjá Easyjet

Hagnaður flugfélagsins Easyjet hefur aukist gríðarlega á þessu ári samanborið við það síðasta eða um 56%.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður fyrir skatta rúmlega 200 milljónum punda eða um 260 milljörðum kr. Sætanýtingin á þessu tímabili nam 84% en félagið flutti alls 37 milljónir farþega.

Á liðnu ári hefur Easyjet bætt við 8 áætlunarstöðum og 46 flugleiðum og talsmaður félagsins segir það nú vera hið fjórða stærsta í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×