Viðskipti erlent

Barist gegn sölubanni á Smirnoff Ice

Drykkjarvörurisinn Diageo berst nú með öllum ráðum gegn banni á sölu á Smirnoff Ice í stórmörkuðum í Kaliforníu.

Banninu er ætlað að draga úr unglingadrykkju í fylkinu og kemur í kjölfar þess að drykkurinn var endurflokkaður sem sterkt áfengi en ekki öl. Bannið á að taka gildi á næsta ári.

Diageo tókst að koma drykknum inn á stórmarkaði með því að nota malt við framleiðslu hans og fá hann þannig flokkaðann sem öltegund. Sala á víni og sterku áfengi er bönnuð í stórmörkuðum og matvöruverslunum en leyft er að selja öl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×