Viðskipti erlent

Lækkanir á mörkuðum

Gengi hlutabréfa í Asíu lækkaði við lokun markaða í morgun en lækkunina má rekja til ótta manna um að vandræði í bandaríska efnahagskerfinu séu ekki fyrir bí. Þá styrktist japanska yenið gagnvart dollarnum.

Heimsmarkaðsverð á olíu breyttist lítið í morgun en olíutunnan stendur nú í 94 dollurum og hefur olían því lækkað um fimm prósent frá því verð á tunnu náði áður óþekktum hæðum um miðjan nóvember. Þá kostaði tunnan rúma 98 dollara.

Þá lækkuðu bréf í Evrópu við opnun markaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×